Alþýðuóperan er sjálfstætt óperufélag sem leggur áhersu á að gera óperuformið aðgengilegt og áhugavert fyrir almenning. Til þess að ná þessu markmiði hefur Alþýðuóperan nýtt margar ólíkar nálganir m.a. framleitt óperu um málefni líðandi stundar, nálgast áhorfendur á nýjan hátt með því að sýna í almenningsrýmum, flutt óperur fyrir fólk sem kemst ekki út til þess að sjá þær, á sjúkrastofnunum og víðar. Alþýðuóperan hefur einnig framleitt farandssýningar, smáar í sniðum svo hægt sé að flytja þær auðveldlega milli rýma, landshluta og landa.
Gildi og leiðarljós
- Ópera er listform sem á fullt erindi við nútímann.
- Allir eiga að hafa möguleika á þátttöku í óperustarfi.
- Óperan á heima alls staðar og er ekki bundin við „efri stétt“ eða óperuhallir.
Auglýsingar