Breytt tímasetning á frumsýningu og upplýsingar um hvaða söngvarar syngja í hverri sýningu

Þar sem við í Alþýðuóperunni vildum veita fleiri söngvurum tækifæri ákváðum við að vera með tvöfalt  cast. Í hverri sýningu af Ráðskonuríki taka þátt tveir söngvarar, einn leikari og gítarleikari. Söngvarapörin tvö verða annars vegar Dagrún Ísabella Leifsdóttir og Jón Svavar Jósepsson og hins vegar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Steinþór Jasonarson. Í öllum sýningum mun Saga Garðarsdóttir leika og Jón Gunnar Biering Margeirsson spila á gítar.

Sýningarnar sem við auglýstum á Rósenberg fyrir nokkrum dögum munu allar halda sér, en tímasetningin á frumsýningunni hefur aðeins breyst þar sem við ákváðum að bæði söngvarapörin myndu frumsýna sama kvöld. Fimmtudaginn 30. ágúst munu því Dagrún Ísabella og Jón Svavar hefja leikinn kl. 20.30 og Hanna Þóra og Steinþór munu hefja söng kl. 22.00. Þeir sem kaupa sig inn á fyrri sýninguna eru velkomnir að sitja áfram og horfa á seinni sýninguna líka. Hvor sýning er um klukkutími að lengd og verður því um hálftími á milli sýninganna. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða að sjá bæði pörin á verði eins. Miði á frumsýninguna kostar það sama og aðrar eða einungis 2000 krónur í forsölu eða 2500 krónur við hurð.

Til að kaupa miða þarf að leggja inn á reikning Alþýðuóperunnar og senda kvittun í tölvupósti, við sendum svo miða um hæl. Reikningur Alþýðuóperunnar er: 513-26-40411    kt. 440411-2150 og tölvupóstfang er althyduoperan@gmail.com

Sýningar á Rósenberg

  • Fimmtudagurinn 30. ágúst kl. 20:30. Fyrri FRUMSÝNING – Dagrún Ísabella og Jón Svavar
  • Fimmtudagurinn 30. ágúst kl. 22. Seinni FRUMSÝNING – Hanna Þóra og Steinþór
  • Fimmtudagurinn 6. september kl. 21 – Hanna Þóra og Steinþór
  • Fimmtudagurinn 13. september kl. 21 – Dagrún Ísabella og Jón Svavar
  • Fimmtudagurinn 20. september kl. 21 – Dagrún Ísabella og Jón Svavar
  • Föstudagurinn 21. september kl. 22 – Hanna Þóra og Steinþór
  • Fimmtudagurinn 27. september kl. 21 – Dagrún Ísabella og Jón Svavar
  • Fimmtudagurinn 4. október kl. 21 – Hanna Þóra og Steinþór
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close