Nú er miðasala komin á fullt skrið, við erum á stífum æfingum á hverjum degi svo allt verði tilbúið fyir frumsýninguna 30. ágúst. Hægt er að nálgast miða á sérstöku forsölutilboði, 2000 krónur miðinn, á midi.is eða hér á síðunni með því að leggja inn á reikning Alþýðuóperunnar og senda kvittun í tölvupósti, við sendum svo miða um hæl. Reikningur Alþýðuóperunnar er: 513-26-40411 kt. 440411-2150 og tölvupóstfang er althyduoperan@gmail.com
Við vorum með fjögur atriði á Menningarnótt og var okkur vel tekið, hér fyrir neðan eru myndir frá Menningarnótt og einnig nokkrar af æfingum.
Ekki gleyma að tryggja ykkur miða.