Kvöldvökustemning með Jóni Gunnari eftir sýningu Ráðskonuríkis

Á morgun, fimmtudag er þriðja sýning Alþýðuóperunnar á Ráðskonuríki. Þá gefst áhorfendum einstakt tækifæri til að eiga notalega kvöldstund, því eftir sýninguna verður boðið upp á áframhaldandi tónlist. Tónlistarstjórinn okkar fjölhæfi, Jón Gunnar Biering Margeirsson, mun stíga aftur á svið eftir Ráðskonuríki og flytja eigin lög í bland við önnur, Ísabella Leifsdóttir mun einnig syngja með honum í nokkrum  lögum.

Jón Gunnar í stuði eftir kynningu á Ráðskonuríki í mötuneyti HB Granda

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Jón Gunnar koma fram með eigin efni, en hann hefur einstaka hæfileika í að skapa notalega stemningu, auk þess sem unun er að horfa á svo færan gítarleikara spila.

Keyptu miða á Ráðskonuríki á forsöluverði á http://midi.is/atburdir/1/7120/, eða með því að hringja í 861-8706 eða 659-5945 á einungis 2000 krónur. Einnig viljum við minna á afslátt fyrir nemendur, öryrkja og eldri bogara, en þeir fá miðann á 1500 krónur gegn framvísun viðeigandi skírteinis.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close