Næstu verkefni Alþýðuóperunnar

Eins og við auglýstum í haust þá stefnum við á að setja upp Rakarann. Ekki hefur gengið eins vel að fjármagna uppfærsluna eins og vonir stóðu til og því munum við þurfa að fresta því ótímabundið. Enn bíðum við þó eftir svörum við umsóknum styrkja og að sjálfsögðu munum við þó setja upp sýningu á þessu ári. Nánari fréttir munu birtast um það síðar.

Ráðskonuríki lifir enn góðu lífi, sýningar standa yfir nú á félagsheimilum eldriborgara og við stefnum á að sýna viðsvegar um landið í sumar.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close