Snúa ljótleika í fegurð

Fréttablaðið fjallaði um nýja óperu Aequitas Collective og Alþýðuóperunnar og má sjá það á visir.is

Við erum að gera ljótan texta merkingarlausan með því að slíta hann í sundur og semja fallega tónlist og hreyfingar við hann. Textann tökum við beint af samskiptamiðlinum Twitter, og hann er vægast sagt neikvæður í garð kvenna en við tætum textann niður og tökum völdin af orðunum með því að umbreyta honum í fallegar tónleikhússenur.“

Þetta segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir leikstjóri. Hún er að vinna hér í borginni með bresku leikfélagi sem heitir Aequitas Collective og leikstýrir þar bæði tónlistarmönnum og leikurum frá Bretlandi og Íslandi.

Afraksturinn ætlar hópurinn að sýna á morgun, 15. júní, klukkan 18, í Söngskóla Sigurðar Demetz í Ármúla 44.

Sýningin vekur upp áleitnar spurningar, að sögn Ingunnar Láru. „Þetta er verk í vinnslu núna en við munum taka það lengra og gera stóra sýningu að ári, bæði á Íslandi og Englandi, svo þetta er bara byrjunin,“ segir Ingunn Lára sem jafnframt er að skrifa einleik um Ólöfu ríku frá Skarði.

C3DAF60831854CDAA1D367B926832C1FFE994DF6FBF3289929BD99248D69FA1C_713x0

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní 2016.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close