Áheyrnarprufur 9.maí fyrir nýja óperu #Bergmálsklefinn, frumsýnd 2018

Empty-stage-with-lightVið leitum að sviðslistamanni með leik- og sönglista menntun og reynslu. Karlmenn á öllum aldri koma til greina, en röddin þarf að vera lipur og í hærri kantinum (tenór eða baritónn).

Æskilegt er að umsækjandi:
– geti lesið nótur og lært tónlistina utan æfingatíma, án stuðnings stjórnanda
– sé öruggur í a-capella kórsöng
– sé opinn fyrir spuna
– sé tilbúinn til að skoða mismunandi raddbeitingu
– spili á hljóðfæri (þó ekki skilyrði)

Fyrir áheyrnarprufuna:
– Aría eða ljóð samið eftir 1970 eða eftir núlifandi tónskáld sem sýnir hæfni í að syngja     samtímatónlist
–  Aría eða ljóð á ensku sem sýnir vel framburð
– Stuttur texti til að flytja, sirka mínúta (má vera einræða eða ljóð)

Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá og upplýsingar um menntun/þjálfun og nýleg verkefni á opera@opera.is. Ef þið eigið myndbönd, upptökur og ljósmyndir, endilega sendið með. Píanóleikari verður á staðnum.

Umsóknarfrestur er til hádegis þann 2.maí næstkomandi

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close