Aðstandendur

Ísabella Leifsdóttir

Stjórnarformaður Alþýðuóperunnar og söngvari í Corpo Surreal

Portrait - bella

Ísabella er klassískt menntuð söngkona frá Íslandi og Bretlandi. Hún var ein af stofnmeðlimum stjórnar KÍTÓN (Konur í tónlist), sem hefur unnið ötulega að því að jafna hlut kvenna í tónlistarbransanum á Íslandi. Ísabella hefur einnig framleitt Music Women, en það var fyrirlestra-tónleikaröð sem fókuseraði á tónlistarkonur sem voru frægar á sínum tíma en sagan virðist að mestu hafa gleymt. Það verkefni túraði um Ísland árið 2011 og var flutt í Möltu í desember sama ár.

Ísabella hefur komið víða við sem söngkona, nýleg verkefni eru m.a. þáttaka hennar í óperu Alexöndru Chernishovu, Skáldið og biskupsdóttirin sem Stúlka 1 sem frumflutt var árið 2013 en sýnd aftur í tónleikauppfærslu í Hörpu 2015 í tilefni útgáfu nótnanna. Ísabella er einnig hluti af óperusöngkonuhópnum Valkyrjur sem flutti í lok 2015 Valkyrjureiðina eftir Wagner ásamt ýmsu öðru á tónleikum í Hörpu.

Ísabella söng hlutverk Serpinu í uppfærslu Alþýðuóperunnar á Ráðskonuríki sem sýnd var á Rósinberg og á sjúkrastofnunum árið 2012 en túraði um landið 2013. Alþýðuóperan hefur sett upp ýmis minni verkefni sem Ísabella hefur tekið þátt í, svosem Sundlaugarsöng þar sem tónlist var flutt í sundlaugum víðsvegar að sumri.

Ísabella sá um framleiðslu Bergmálsklefans fyrir hönd Alþýðuóperunnar.

Signý Leifsdóttir

Varaformaður stjórnar Alþýðuóperunnar og framleiðandi Corpo Surreal á Íslandi

Signý útskrifaðist með MA gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst í júní 2010, en hún er einnig með BEd gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á tónmennt.

Signý starfar sem verkefnastjóri hjá List án landamæra, sem framkvæmdastjóri Norrænna músíkdaga 2021 og sem kennari í Listaháskólanum og Menntaskólanum í tónlist. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar og sem ráðgjafi hjá Auru menningarstjórnun.

Stofnmeðlimir

Stofnmeðlimir félagsins eru Ísabella Leifsdóttir, Signý Leifsdóttir, Sigríður Didda Aradóttir og Ingólfur Níels Árnason.

Elísabet Elma Líndal Guðrúnardóttir

Hönnuður

Elísabet Elma á heiðurinn að grafísku útliti Alþýðuóperunnar.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close