#bergmálsklefinn

#bergmálsklefinn sýnir næst á hátíðinni AltPitch í Bretlandi í mars 2020. Tryggðu þér miða hér.

#bergmálsklefinn er íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón-leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna.

#bergmálsklefinn kynnir sögu af fjórum einstaklingum og upplifunum þeirra af Twitter. Áhorfendur dýfa sér lengst niður í dimman, absúrd og fyndinn heim samskiptamiðla og kynnast fernhyrntri tjáningu hugsana í formi 140 stafa.

Skjárinn á sviðinu er með Tvitter streymi í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina.

Sungið er bæði á íslensku og ensku, en þýðingar birtar á skjá.

#bergmálsklefinn notar tíst úr íslensku samfélagi orð fyrir orð til að skoða hvernig tjáning okkar á netinu mótar okkar daglega líf.  Hvar lifum við lífinu okkar? Á netinu eða fyrir utan skjáinn? Sýningin rannsakar hvort skuggi svarta skjásins sýnir raunverulegu hlið manneskjunnar og hennar raunverulegu tilfinningar. Hvað segjum við og hvað meinum við í skjóli tölvunnar?

Frumsýnt var á Íslandi 25. maí 2018 og sýnt í London, Manchester og Hull í Englandi í ágúst sama ár. Dómar birtust um óperuna bæði á Íslandi og Bretlandi og má finna hlekki á þá hér fyrir neðan sem og frétt um bretlandsferðina.


Bretlandstúr Alþýðuóperunnar

Leikdómar frá Manchester: North West End & Canal Street News
Leikdómur frá London: Matthew Cleverly

Leikdómur frá Tjarnarbíó:
Tímarit Máls og menningar & Starafugl

Leikstjóri og textagerð: Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Tónskáld: Michael Betteridge
Leikendur: Rosie Middleton, Ísabella Leifsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason/Thomas Guest
Píanóleikur: Matthildur Anna Gísladóttir

Kreditlisti:

Aðalstyrktaraðili Alþýðuóperunnar til þessarar framleiðslu er leiklistarráð mennta- og menningarmálaráðuneytisins (Rannís) en Arts Counsil England, Reykjavíkurborg, Íslenska óperan og Söngskóli Sigurðar Demetz hafa einnig styrkt verkefnið.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close