Corpo Surreal

Alþýðuóperan ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum býður þér að koma í tónlistarferðalag inn í tjáningarríkan dans- og brúðuheim þar sem sagan er sögð í söngleikjastíl.

Sýningin Corpo Surreal er samstarfsverkefni Alþýðuóperunnar, danska leikfélagsins Sew Flunk Fury Wit, japanska félagsins Artist Collective Antibodies og mexíkanska tónskáldsins Murcof.

Corpo Surreal er ímyndað ferðalag nútímamannsins til algjörs frelsis frá menningartengdum og líffræðilegum höftum.  Í dularfullum draumaheimi birtast eyðslusamar og ofurraunverulegar brúður sem endurspegla líkamsbreytingar sem fengnar eru með aðgerðum. Hvaða þýðingu hefur líkaminn?

Ljóð og veruleiki fljóta saman í súrrealískri draumasögu, þar sem fullkomið frelsi verður að mannlegri afneitun og harmleik.

Sýningin verður frumsýnd í Katapult Teater í Aarhus í febrúar 2020 og mun einnig verða sýnd í Konunglegu dönsku óperunni, á Copenhagen Stage, Teater Momentum Odense og ferðast svo til Japan til bæði Kyoto og Tokyo, til Cairo og loks til Íslands.

Sýningin á Íslandi verður auglýst síðar en hún verður á haustdögum 2020.

Kaupa miða

4-7 febrúar – Teater Katapult – Aarhus

12 – 16 febrúar – Royal Danish Opera – Kaupmannahöfn

23 – 24 febrúar – Spiral Hall – Tokyo

28 -29 febrúar – ROHM Theatre – Kyoto

25 – 25 maí Teater Momentum – Odense

Check our our Instagram account to see pictures for our workshop for Corpo Surreal in Kyoto last June.

Vinnustofa fyrir sýninguna var haldin í júní 2019 í Kyoto og má sjá myndir frá vinnustofunni á Instagram.

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close