Ráðskonuríki

Alþýðuóperan setti upp sýninguna Ráðskonuríki eða La Serva Padrona eftir Pergolesi í íslenskri þýðingu Egils Bjarnasonar í ágúst og september 2012. Ráðskonuríki er bráðfyndin ópera sem höfðar til allra, en söguþráðurinn er mikill farsi. Sungið var á íslensku og tók sýningin um klukkutíma.

Sýningin var frumsýnd 30. ágúst á Café Rósenberg og lauk sýningum þar 4. október. Einnig voru þrjár sýningar í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík í febrúar árið eftir og síðan ferðaðist sýningin út á land um sumarið, sýnt var bæði á vínveitingastöðum og heimilum eldri borgara.

„Hvernig væri að setjast niður á Café Rósenberg, fá sér drykk og njóta óhefðbundinnar óperu, allt á sama tíma?“

Þetta er hugmynd sem mörgum fannst skrítin í byrjun, en hefur gengið vel hjá okkur, eins og sjá má á ummælum frá áhorfendum hér neðar.

Leikstjórn var í höndum Ingólfs Níels Árnasona og þar sem við í Alþýðuóperunni vildum veita fleiri söngvurum tækifæri ákváðum við að vera með tvöfalt  cast. Í hverri sýningu af Ráðskonuríki tóku þátt tveir söngvarar, einn leikari og gítarleikari. Söngvarapörin tvö voru annars vegar Ísabella Leifsdóttir og Jón Svavar Jósefsson og hins vegar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Steinþór Jasonarson. Í öllum sýningum lék Saga Garðarsdóttir og Jón Gunnar Biering Margeirsson spilaði á gítar.

Söguþráður

Uberto aðalsmaður á í stökustu vandræðum með þjónustustúlkuna sína Serpinu, sem hefur ákveðið að taka völdin á heimilinu og ætlar sér að giftast Uberto. Hann er þó ekki tilbúin að samþykkja það, fyrst og fremst vegna þess að aðalsmaður giftist ekki þjónustustúlku. Serpina tilkynnir Uberto að hún sé hætt við að giftast honum og ætli frekar að giftast hermanni ógurlegum, sem er í raun Vespone, ungur þjónn, sem aðstoðar Serpinu gegn því að fá eina ósk uppfyllta. Þetta slær Uberto alveg út af laginu því ekki getur hann leyft henni að giftast svo ógurlegu illmenni, svo ekki sé minnst á að hermaðurinn vill fá fjögurþúsund dali í heimanmund.

Ummæli

This slideshow requires JavaScript.

Myndir úr sýningunni

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close